16.03.2023 Nemendur í 3. og 4. bekk Húnaskóla fengu tækifæri til að taka þátt í læsisverkefninu Fágæti og furðuverk, núna eftir áramót. Í hverjum poka/þema var að finna bók/tímarit sem nemandinn á að geta lesið, spil, púsl, leikföng o.fl. sem tengist efninu. Þemun voru jafn fjölbreytt og pokarnir eru margir.