Skólabyrjun

Velkomnir til samstarfs foreldrar Húnaskóla

Þá er nýtt skólaár að hefjast og gaman að hitta alla eftir viðburðaríkt sumarfrí. 
Í upphafi skóla þarf alltaf að fara vel yfir ýmis atriði varðandi skólastarfið.  


Sundhópar, smiðjuhópar og upplýsingar frá íþróttakennurum hafa verið send með tölvupóst til ykkar.

Skráning í mötuneyti 
Ef einhver á eftir að skila inn pöntun þá vinsamlega gera það í dag, síðasta lagi á morgun (sendist á elfa@hunabyggd.is). Matseðill verður heimasíðunni.

Neyðarkort eru á vef skólans undir Foreldrar – Neyðarkort fyrir nemendur. Vinsamlega fyllið út. 

Foreldrasamþykki eru á vef skólans undir Foreldrar - Samþykkisblöð fyrir nemendur sem foreldrar þurfa að undirrita og koma með til kennara eða skanna inn og senda okkur.

Stundatöflur koma inn á Mentor.   

Vinsamlega lesið allt vandlega yfir: 

Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvum og/eða tölvupósti verða að nálgast þessar upplýsingar hjá umsjónarkennara. Mjög mikilvægt er að rétt og virk netföng séu skráð inn á Mentor. Foreldrar eiga að geta leiðrétt heimilisföng, símanúmer og netföng sjálfir en ef ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að Mentor verða að setja sig í samband við umsjónarkennara. 

Morgunmatur

Morgunmatur stendur öllum nemendum til boða að kostnaðarlausu. 

Forföll nemenda 

Ef nemendur eru veikir þá eru þeir heima. Frímínútur eru ekki langar, einungis 10 og 20 mínútur á dag. Því gerum við ráð fyrir að allir nemendur (unglingar undanþegnir) fari út og að sjálfsögðu verða þeir að vera búnir samkvæmt veðri. Foreldrar eru beðnir um að láta umsjónarkennara eða skólastjóra strax vita um veikindi og önnur forföll nemenda. Foreldrar og forráðamenn skulu sjálfir tilkynna forföll það er hægt að gera inn á Mentor eða með símtali í skólann. Umsjónarkennarar geta veitt nemendum sínum leyfi í tvo daga. Lengri leyfi frá skóla veita skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri. Foreldrar/forráðamenn sæki um leyfin fyrir börn sín með góðum fyrirvara. Öll röskun á námi nemenda sem hlýst af umbeðnu leyfi er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.  

Opnunartími 

Aðalbygging (Nýi skóli) er opnuð kl. 7:30 á morgnana. Gamli skóli kl. 7:45. Gamla skóla er lokað kl. 16:00 en Nýja skóla kl. 16:30 (fyrr á föstudögum). 

Upplýsingamiðlun 

Foreldrar eru minntir á upplýsingavefinn Mentor.is en þar eru helstu upplýsingar sem varða skólann og nemendur s.s. heimanám, stundaskrár o.fl. Nýjum foreldrum sendum við lykilorð í tölvupósti en foreldrar geta snúið sér til ritara ef lykilorð týnist. Einnig er hægt að nálgast flestar upplýsingar og fréttir á heimsíðu skólans . Einnig eru settar tilkynningar inná Facebook síðu skólans.

Að gefnu tilefni 

Okkur langar að benda ykkur á að góð regla er að kemba hár barnanna fyrir skólabyrjun og svo tvisvar til þrisvar yfir skólaárið. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá kemur lús æ oftar upp í skólum landsins og því nauðsynlegt að vera vakandi til að hefta útbreiðslu eins fljótt og hægt er.  

Tilkynna skal lúsasmit til heilsugæslustöðvar, skólahjúkrunarfræðings eða skólastjóra. 

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna. 

Kveðja, 

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri og Anna Margret Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri.