Nemendaskápar

Nemendaskápar eru ætlaðir fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Skáparnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að geyma skólabækur, námsgögn og síma sem ekki er verið að nota hverju sinni. Skáparnir eru númeraðir og fá nemendur lykil að tilteknum skáp til afnota. Nemendur greiða 1.000 krónur fyrir lykil sem þeir fá endurgreiddar að vori sé lykli skilað.

Skólinn áskilur sér rétt til leitar í nemendaskápum ef nauðsyn krefur að þeim viðstöddum.

Skólinn ber ekki ábyrgð á verðmætum sem geymd eru í skápnum.