Leyfi nemenda

Ef nemandi þarf að fá leyfi frá skóla í tvo daga ber forráðamanni að hafa

samband við umsjónarkennara. Beiðni um lengra leyfi en tvo daga þarf 

samþykki skólastjóra. Öll röskun á námi nemenda, sem hlýst af umbeðnu 

leyfi, er á ábyrgð forráðamanna. 

Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá 

skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að 

veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá 

sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi 

meðan á undanþágu stendur. 

 

Úr lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, 15.gr. 

 

 Ef um lengra leyfi er að ræða skal alltaf hafa samband við umsjónarkennara til að fá viðeigandi námsgögn með heim.

 

Vinsamlegast fyllið út í reitina hér að neðan.

Beiðni fer á ritara skólans sem kemur henni áfram.