12.02.2024
Húnaskóli hefur verið svo lánsamur að frábærir einstaklingar hafa komið í skólann og hlustað á börnin lesa fyrir sig og núna erum við með þrjár lestrarömmur sem eru að koma í skólann en okkur langar að ath hvort það séu ekki fleiri sem vilja slást í hópinn okkar.
Lesa meira
26.01.2024
Úrslit Ljóðaflóðs 2023, ljóðasamkeppni grunnskólanema
Nokkrir nemendur Húnaskóla fá ljóðin sín birt á vef Menntamálastofnunar
Á vef Menntamálastofnunar, https://mms.is/frettir/urslit-ljodaflods-2023 má nú sjá frétt um úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóði 2023. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRÚV, efndi til keppninnar í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Lesa meira
18.01.2024
Á skreytingardaginn í desember síðastliðnum skreyttu 7.-10. bekkur hurðirnar á stofunum sínum og 1.-6. bekkur kaus hvaða hurð þeim þætti flottust. Það var hurðin hjá 10. bekk sem hlaut flest atkvæði. Vel gert 10. bekkur!
Lesa meira
21.12.2023
Föstudaginn 13. október sl. hófst lestrarprettur Húnabyggðar. Markmið lestrarsprettsins voru m.a. að hafa gaman, þjálfa lestur, efla íslenskan orðaforða, auka áhuga á lestri bóka og fylla lestrartrén af laufblöðum. Trjástofnar voru settir upp bæði í matsal Húnaskóla og í Íþróttamiðstöðinni.
Lesa meira
15.12.2023
Miðvikudaginn 20. desember
Litlu jólin hefjast í bíósal Félagsheimilisins á Blönduósi kl. 12:30 og eru allir velkomnir að koma og njóta stundarinnar með okkur
Lesa meira
09.11.2023
10.bekkkur Húnaskóla heldur BINGÓ í félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld.
Húsið opnar 18:00 og byrjað verður að spila kl 18:30
Spjaldið er á 1.500 kr og aukaspjald á 1.000 kr
Það verður sjoppa á staðnum (enginn posi).
Það verður tombóla þar sem einn miði kostar 300 kr og tveir miðar 500 kr
Geggjaðir vinningar
Lesa meira
19.10.2023
Á morgun 20.október er bleiki dagurinn og við hvetjum alla til að koma í einhverju bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Lesa meira
19.10.2023
Staða stuðningsfulltrúa í um 60% starf til 3. júní 2024. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa við fjölbreyttar aðstæður
bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði
við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúi er m.a. kennara til aðstoðar við að sinna einum eða
fleiri nemendum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda;
félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum.
Lesa meira
12.10.2023
Lestrarspretturinn Lestrartréð hefst í Húnabyggð föstudaginn 13. október og stendur til mánudagsins 13. nóvember.
Við ætlum öll að lesa eins mikið og við getum og fjölga haustlaufunum á lestrartrjánum okkar.
Við verðum með tvö tré í gangi. Annað verður staðsett í matsal skólans og þar fara laufblöð nemenda. Hitt tréð verður staðsett í Íþróttamiðstöðinni og þangað fara laufblöð íbúa annarra en nemenda Húnaskóla.
Lesa meira
09.10.2023
Stuðningsfulltrúi
Staða stuðningsfulltrúa í um 60% starf til 3. júní 2024. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa við fjölbreyttar aðstæður
bæði inni og úti.
Lesa meira