Fréttir

Húnaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2023 - 2024

Staða stuðningsfulltrúa í um 60% starf til 3. júní 2024. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti. Starfið er mjög fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna. Stuðningsfulltrúi er m.a. kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda; félagslega, tilfinningalega, námslega og í daglegum athöfnum.
Lesa meira

Lestrarsprettur í Húnabyggð 2023

Lestrarspretturinn Lestrartréð hefst í Húnabyggð föstudaginn 13. október og stendur til mánudagsins 13. nóvember. Við ætlum öll að lesa eins mikið og við getum og fjölga haustlaufunum á lestrartrjánum okkar. Við verðum með tvö tré í gangi. Annað verður staðsett í matsal skólans og þar fara laufblöð nemenda. Hitt tréð verður staðsett í Íþróttamiðstöðinni og þangað fara laufblöð íbúa annarra en nemenda Húnaskóla.
Lesa meira

Húnaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2023 - 2024

Stuðningsfulltrúi Staða stuðningsfulltrúa í um 60% starf til 3. júní 2024. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti.
Lesa meira

Húnaskóli óskar eftir lestrarömmum og lestraröfum

Húnaskóli óskar eftir lestrarömmum og lestraröfum Húnaskóli hefur verið svo lánsamur að frábærir einstaklingar hafa komið í skólann og hlustað á börnin lesa fyrir sig.
Lesa meira

Gullskórinn afhentur í dag.

Í dag lauk Göngum í skólann verkefninu sem hefur staðið undanfarnar tvær vikur. Allir bekkir stóðu sig vel en að þessu sinni var það 9. bekkur sem hlaut gullskóinn. Til hamingju 9. bekkur!
Lesa meira

Heilsudagar í Húnabyggð

Hér í Húnabyggð verður boðið upp á frábæra dagskrá í sveitarfélaginu og eru allir hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu og skóla, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í þeim viðburðum sem boðið verður upp á.
Lesa meira

Hjólastólaróla á skólalóð Húnaskóla

Það er komið nýtt leiktæki á skólalóðina, hjólastólaróla. Leiktækið er mjög spennandi en skólastjóri vekur athygli á því að leiktækið er einungis ætlað fyrir einstaklinga í hjólastól.
Lesa meira

Húnaskóli auglýsir eftir starfsfólki fyrir skólaárið 2023 - 2024

Húnaskóli er nýr framsækinn skóli í mótun með 180 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn leitast við að koma til móts við þarfir nemenda sinna á persónulegan og einstaklingsmiðaðan hátt. Lögð er áhersla á teymiskennslu. Gott samstarf er við nærsamfélagið svo sem íþróttafélögin og tónlistarskólann. Skólinn er staðsettur í þéttbýliskjarna Húnabyggðar, á Blönduósi, rétt við þjóðveg eitt
Lesa meira

Takk fyrir samstarfið

Þær Guðrún Sigurjónsdóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir láta af störfum vegna aldurs núna í við skólalok.
Lesa meira

Útihátíð og skólaslit Húnaskóla

Útihátíð og skólaslit Húnaskóla Útihátíðin verður haldin í dag föstudaginn 26. maí kl. 11:00 - 12:30.
Lesa meira