Skemmtilegt þemaverkefni 10. bekkjar í dönsku

Nemendur í dönsku í 10. bekk unnu skemmtilegt þemaverkefni síðustu vikur. Verkefnið gekk út á að þau kynntu sér lýðháskóla í Danmörku. 

Þau m.a. lásu sig til um hvar skólarnir eru staðsettir, hvað er hægt að læra, hvernig námið er upp byggt og hvað skólavistin kostar. Þau völdu sér síðan einn skóla sem þeim leist best á og kynntu fyrir samnemendum.

Síðastliðinn mánudag fengu þau svo heimsókn í gegn um netið, frá Danmörku. Áróra Árnadóttir, háskólanemi í Kaupmannahöfn, kynnti fyrir þeim lýðháskólann sem hún fór í fyrir rúmu ári síðan. Nemendur fengu svo tækifæri til að spyrja hana og voru nokkuð líflegar umræður.

Þetta verkefni stóðst allar væntingar dönskukennarans og meira til. Nemendur unnu verkefnið mjög vel og sýndu því mikinn áhuga.