Lestarömmur og lestrarafar

Húnaskóli óskar eftir lestrarömmum og lestraröfum

Húnaskóli hefur verið svo lánsamur að frábærir einstaklingar hafa komið í skólann og hlustað á  börnin lesa fyrir sig og núna erum við með þrjár lestrarömmur sem eru að koma í skólann en okkur langar að ath hvort það séu ekki fleiri sem vilja slást í hópinn okkar. Þetta er ekki neitt bindandi og ef það eru einhver skipti sem þið komist ekki að þá er það ekkert mál. Fyrirkomulagið er þannig að „ömmur og afar“ koma í skólann á ákveðnum tíma/um og hlusta á börn lesa. Við leitum því til ykkar – er einhver áhugasamur þarna úti sem á lausan klukkutíma á viku – eða fleiri? Athugið að þetta þurfa ekki að vera eiginlegar ömmur eða afar heldur einungis áhugasamir einstaklingar sem bjóða aðstoð sína. 

Endilega hafið samband við Heiðbjörtu ritara í síma 455-4750 eða sendið tölvupóst á hunaskoli@hunaskoli.is