Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir foreldra barna í 1. - 6. bekk verður þriðjudaginn 16. september kl. 17:00 og fyrir 7.-10. bekk miðvikudaginn 17.september kl. 17:00 og verða í Félagsheimilinu á Blönduósi og enda í umsjónarstofum hvers bekkjar. Áætlað er að fundum ljúki kl 18:45 (ekki lengur, en mögulega fyrr).

Dagskrá:
Kl. 17:00     
Farsæld í Húnabyggð. Dagný Rósa fræðslustjóri kynnir fyrir okkur fyrirkomulag farsældarverkefnisins hér hjá okkur.
InfoMentor, upplýsinga- og skráningarkerfi skólans. Þórhalla mun fara yfir hvað gagnast okkur best og hvaða atriði lögð er áhersla á. Einnig verður farið yfir foreldraviðmótið og notkun.
Foreldrafélagið og bekkjarfulltrúar. Fulltrúar frá foreldrafélaginu kynna sig, starfið og fyrirkomulag bekkjarfulltrúa.

Áætlað er að hver kynning taki um 10 mínútur.

Að sameiginlegum kynningum loknum fara foreldrar yfir í Húnaskóla og í umsjónarstofur barna sinna.

Til að kynningarnar skili sem bestum árangri er bráðnauðsynlegt að öll börn eigi sinn fulltrúa á foreldrafundinum (að sjálfsögðu best ef báðir foreldrar mæta) og biðjum við ykkur um að láta umsjónarkennara ykkar barna vita hver verður fulltrúi þess á fundinum.

Foreldrar eru beðnir um að taka tímann frá og senda póst á umsjónarkennara í síðasta lagi fh. mánudaginn 15. september og láta vita hver/hverjir verða fulltrúar síns barns á fundinum. Látið póstinn heita "Kynningarfundur - skráning"