Jólakveðja

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Nóg var að gera hjá nemendum Húnaskóla í desember. Skreytingadagurinn var haldinn 5. desember, þann 18. komu vinabekkir saman og borðuðu góðan mat ásamt starfsfólki, skólabílstjórum og lestrarömmum. Lestrarömmur voru með nokkrar lestrarstundir á skólabókasafninu á aðventunni og umsjónarkennarar voru með notalegar stundir fyrir nemendur sína. 19. desember voru svo Litlu jólin haldi í félagsheimilinu og var aðstandendum boðið að koma og njóta stundarinnar með okkur.