Íslenska æskulýðsrannsókin 2025
Hér birtast niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2025 fyrir Húnaskóla.
Margt hefur áunnist frá fyrra ári og einnig er margt sem má rýna betur í með úrbætur
í huga. Niðurstöður hafa verið kynntar starfsfólki og foreldrum og í nóvember verða
niðurstöður kynntar fyrir nemendum og fræðslunefnd. Nemendum er þakkað fyrir
þátttökuna sem og starfsfólki skólans varðandi fyrirlögn og aðstoð.
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir
mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007.
Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um upplifun barna og ungmenna af
ýmsum þáttum sem tengjast eigin velferð. Niðurstöður á hverjum tíma skapa
aðstæður til að bregðast við með snemmbæru inngripi og stuðningi við börn og
fjölskyldur þeirra eins og kveðið er á um í löggjöf um samþætta þjónustu í þágu
farsældar barna nr. 86/2021.
Grunnskólakönnun ÍÆ var lögð fyrir í fjórða sinn vorið 2025 og eru landsniðurstöður
kynntar í skýrslu sem er aðgengileg hér: https://iae.is/wp-
content/uploads/2025/09/Landsskyrsla_grnsk25.pdf og þá verða landsniðurstöður
einnig aðgengilegar á heimasíðu ÍÆ https://iae.is og á mælaborði farsældar barna:
https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoiYzFhM2Q1ZTQtOWU0Zi00MjdhLWE4MjQtY
zBhOGNhOTQ5YzhmIiwidCI6ImRlZmYyNGJiLTIwODktNDQwMC04YzhlLWY3MWU
2ODAzNzhiMiIsImMiOjh9.
|
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.