Útihátíð og skólaslit Húnaskóla.

Útihátíð og skólaslit Húnaskóla voru haldin 31. maí.

Útihátíðin var flutt inn í Íþróttamiðstöð vegna veðurs en í framhaldinu fóru nemendur í sínar umsjónarstofur þar sem umsjónarkennarar afhentu vitnisburð.

10. bekkur og foreldrar komu saman í matsal skólans þar sem formlega útskrift og skólaslit fóru fram. Það voru 18 nemendur sem luku námi í 10. bekk og voru þeir kvaddir af skólastjóra og öðru starfsfólki skólans.

 

Starfsfólk Húnaskóla þakkar öllum nemendum og foreldrum þeirra fyrir ánægjuleg samskipti á skólaárinu og vonar að þið njótið sumarsins. Hittumst hress og endurnærð í haust.

Skólasetning verður 21. ágúst nánar auglýst síðar.