Útihátíð og skólaslit Húnaskóla

Útihátíð og skólaslit Húnaskóla

Útihátíðin verður haldin í dag föstudaginn 26. maí kl. 11:00 - 12:30.
Krakkarnir mæta við sínar umsjónarstofur og síðan verður farið í ýmsa leiki og létt gaman á skólalóðinni, pylsur verða svo grillaðar ofan í mannskapinn.

Í lokin fara allir í sínar umsjónarstofur og taka við vitnisburði vetrar.

Foreldrar/forráðamenn velkomnir að koma og taka þátt ef þeir hafa tök á.