Stína Gísladóttir lestraramma 80 ára

Elsku Stína Gísladóttir, lestraramma okkar í 5. og 6. bekk átti 80 ára afmæli þann 16. maí. Af því tilefni komum við henni á óvart, fórum heim til hennar, bönkuðum uppá og sungum afmælissönginn. Að launum fengum við klapp, bros, faðmlög og súkkulaðimola. Til hamingju með afmælið elsku Stína og takk fyrir samveruna og hjálpina í vetur. 

Krakkarnir í 5. og 6. bekk.