Skreytingardagur í Húnaskóla

Skreyting á hurð - 9. bekkur
Skreyting á hurð - 9. bekkur

Sú hefð hefur skapast í Húnaskóla að fyrsta föstudag í desember er skreytingardagur í skólanum. Þann dag er hefðbundin kennsla brotin upp og nemendur skreyta stofurnar sínar, auk þess sem eitthvað týnist heim af jólaskrauti gerðu af nemendum.  

Við vonum að allir hafi notið dagsins, með fréttinni er mynd af hurðaskreytingu nemenda í 9. bekk.