Skólaþing Húnaskóla fimmtudaginn 27. apríl 2023

Skólaþing Húnaskóla fimmtudaginn 27. apríl 2023

Viltu hafa áhrif á skólamál í Húnabyggð?

Við bjóðum þér á skólaþing í matsal Húnaskóla fimmtudaginn 27. apríl kl. 16:30 til 18:00.

Boðnir eru: nemendur skólans, foreldrar, starfsfólk, fræðslunefnd og aðrir áhugasamir.

Nokkur mál verða tekin fyrir á fundinum en þú velur tvö málefni sem þér finnst áhugaverðust og hefur mestan áhuga á að hafa áhrif á.

Þú ferð inn á slóðina hér fyrir neðan og skráir þig á fundinn og velur tvö málefni.

https://docs.google.com/forms/d/1yvLfnK6uPy3Fye8jhrDTflMbz0JxQxe8qdYwCkqe3KI/edit?ts=643d352c 

Dagskrá fundarins:

 • Fundargestir mæta og setjast við þau borð sem þeir hafa valið sér (borð eru merkt þeim málefnum sem fundargestir eru þegar búnir að velja).

 • Skólastjórnandi kynnir fyrirkomulag og verkefnin.

 • Hópstjórar eru kynntir og hópastarf byrjar.

 • Hlé.

 • Fundargestir færa sig um borð og fara á borð með því málefni sem þeir völdu sér í seinni umræðuhóp.

Málefnin eru:

 1. Skólareglur - Hvernig skólabrag viljum við hafa í Húnaskóla?

 2. Viðburðir - Sköpum okkar hefðir.

 3. Skóladagurinn - Tímasetningar - upphaf, frímínútur, hádegishlé og lok.

 4. Vordagar - Vettvangsferðir, grenndarkennsla, ferðalög o.fl. 

 5. Forvarnaráætlun - Innihald og hverjir með?

 6. Heilsueflandi skóli - Innleiðing - hvar skal byrja?

 7. Læsisstefnan - Innihald og þátttaka allra.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest.