Litlu jól Húnaskóla verða föstudaginn 19. desember næstkomandi, kl 12:30. Litlu jólin hefjast í bíósal Félagsheimilisins á Blönduósi. Foreldrum er boðið að koma og njóta stundarinnar með okkur, horfa á atriði í bíósal og dansa með okkur í kringum jólatréð í danssalnum.
Það er ekki hefðbundin kennsla þennan dag og mæta nemendur ýmist kl 12:00 eða 12:30 í Félagsheimilið, þ.e. ekki mæting að morgni.
Nemendur 1. - 6. bekkjar mæta kl. 12:00 (nema þeir sem koma með skólabílum þeir mæta 12:15) og mæta strax í danssalinn til að gera sig klára fyrir sýninguna. Þeir verða í danssalnum með umsjónarkennurum sínum á meðan á sýningu stendur svo nægt pláss sé í bíósalnum fyrir gesti og eldri nemendur skólans.
Nemendur 1. - 6. bekkjar eru með generalprufu í Félagsheimilinu daginn áður og horfa þar á atriðin hjá hvert öðru.
Unglingarnir (7. - 10.b.) mæta fyrir kl. 12:30 í bíósalinn og horfa á skemmtun yngri nemenda og dansa svo með þeim í kringum jólatréð á eftir.
Eftir dagskrá í bíósal verður jólatrésskemmtun í danssalnum þar sem allir koma saman og sungin verða jólalög kringum jólatréð.
Gott er að hafa vatnsbrúsa með í för (hafa hann merktan) því ekki eru veitingar í boði.
Við mætum í jóladressinu, prúðbúin.
Skemmtun lýkur ekki seinna en kl. 14:00, gæti verið eitthvað fyrr. Þá halda allir heim í jólafrí. Skóli hefst svo aftur samkvæmt stundaskrá, mánudaginn 5. janúar.
Að lokum, til áréttingar. Engin hefðbundin skóli. Sýning í bíósal kl 12:30. Dansað í kringum jólatréð. Skemmtun lokið eigi síðar en kl 14:00 🙂
|
Við Húnabraut 2a | 540 Húnabyggð Sími: 455-4750 Netfang: hunaskoli@hunaskoli.is |
Skólinn er opinn frá |
.