Lestrarsprettur í Húnabyggð 2023

Lestrarspretturinn Lestrartréð hefst í Húnabyggð föstudaginn 13. október og stendur til mánudagsins 13. nóvember. 

Við ætlum öll að lesa eins mikið og við getum og fjölga haustlaufunum á lestrartrjánum okkar. 

Við verðum með tvö tré í gangi. Annað verður staðsett í matsal skólans og þar fara laufblöð nemenda. Hitt tréð verður staðsett í Íþróttamiðstöðinni og þangað fara laufblöð íbúa annarra en nemenda Húnaskóla.

Fyrirkomulag: Við lesum bók (hver og einn velur bók eftir áhuga og lestrargetu) og að lestri loknum fáum við laufblað þar sem við skrifum nafnið okkar, nafn bókar og gefum bókinni stjörnueinkunn frá einni stjörnu og upp í fimm stjörnur allt eftir því hvernig okkur hugnaðist lesturinn. Hver og einn les eins margar bækur og hann getur á tímabilinu.

 

Íbúar Húnabyggðar: Laufblöð í ýmsum litum verða á borðum í anddyri Íþróttamiðstöðvar ásamt pennum og kennaratyggjói. Þið skrifið á blöðin og hengið upp á tréð (þar sem þið viljið).

Markmið lestrarsprettsins eru m.a. að:

  • Hafa gaman

  • Þjálfa lestur

  • Efla íslenskan orðaforða

  • Auka áhuga á lestri bóka

  • Fylla lestrartrén af laufblöðum þó haustvindar blási úti

Muna: Á lestrartrén fara aðallega íslenskar bækur og eins mega foreldrar/barn lesa saman og þá geta báðir sett laufblað á sitt tré. Allir mega lesa bækur á sínu móðurmáli.

Góðar lestrarkveðjur,
starfsfólk Húnaskóla