Hugleiðsludagur unga fólksins og fleira

Hugleiðsludagur unga fólksins og fleira

Þann 9. desember var hugleiðsludagur unga fólksins í áttunda sinn. Hugleiðsludagurinn er góðgerðarverkefni í þágu ungmenna og fjöldi sjálfboðaliða kemur að verkefninu. Markmið dagsins er að veita börnum tækifæri til að læra meira um hugleiðslu og fá að æfa sig. Hugleiðsla er kærkomin aðferð við að lægja öldur hugans, auka sjálfsmildi, finna hjartamiðun og koma í innri kyrrð. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna inn á https://www.hugleidsludagur.is/ 

Krakkarnir í 1. bekk tóku þátt í deginum og horfðu á og fóru í leidda hugleiðslu í tilefni dagsins. Auk þess veltu þeir fyrir sér hvað hugleiðsla væri, hvað hún gerði fyrir okkur og hvaða leiðir væru góðar til að róa hugann og/eða okkur. Krakkarnir eru orðnir nokkuð kunnir hugleiðslu, slökun og jóga en þeir fara reglulega í hugleiðslu í kennslustundum og fara af og til í slökun, jóga eða nudd í smiðjum.   

 

Hrefna Ósk, grunnskóla- og jógakennari