Hjólastólaróla á skólalóð Húnaskóla

Það er komið nýtt leiktæki á skólalóðina, hjólastólaróla. Leiktækið er mjög spennandi en
skólastjóri vekur athygli á því að leiktækið er einungis ætlað fyrir einstaklinga í hjólastól. Það
eru merki á rólunni.

Ég held að flest allir skilji þessar myndir en skólastjóri hefur séð að tækið er mjög spennandi
og ekki verið að virða merkin. Því miður tók skólastjóri eftir að einhverjir voru meira að segja
byrjaðir á að plokka merkin af tækinu. Viljið þið foreldrar góðir ræða við ykkar börn um að
virða þetta svo þeir sem eru í hjólastól og geta ekki notað neitt annað tæki á skólalóðinni geti
notað þessa rólu í framtíðinni. Ef allir og jafnvel margir í einu, sem virðist vera mest
spennandi, eru að nota róluna þá endist hún skemur. Hjólastólamerkið er mjög þekkt og við
viljum öll að það sé virt á bílastæðum. Það gildir sama varðandi leiktækið.

Eins viljum við hvetja alla bæjarbúa til þess að hjálpa okkur að upplýsa alla sem þið sjáið í rólunni en
eru ekki í hjólastól um þær reglur sem gilda um róluna.