Heimsókn frá Umboðsmanni barna

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, kom ásamt  samstarfsfólki sínu í heimsókn í Húnaskóla í morgun. Þau skoðuðu skólannn og kíktu í kennslustundir hjá nemendum. Að því loknu héldu þau fræðsluerindi fyrir 5. - 10. bekk. Að lokum fengu þau skoðunarferð um félagsmiðstöðina Skjólið og funduðu með unglingaráði Húnaskóla. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.