Fræðslu fyrirlestrar um karlmennsku og kynjakerfi í Húnaskóla

Fræðslu fyrirlestrar um karlmennsku og kynjakerfi í Húnaskóla

Fyrirlesturinn heitir Leikreglur karlmennskunnar.

Þorsteinn V Einarsson verður með fyrirlestur hér í Húnaskóla þriðjudaginn 24.janúar kl 17:00 í matsal skólans.

Þorsteinn V Einarsson er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla
Íslands. Hann hefur undanfarin 5 ár starfað við fræðslu og ráðgjöf í jafnréttismálum á
vinnustöðum, skólum og félagsmiðstöðvum. Hann heldur utan um fræðslu samfélagsmiðilinn og
hlaðvarpið Karlmennskan.

Kyn og kynhlutverk eru mikilvæg umræðuefni í nútímanum þar sem unglingar sækja sér í
auknum mæli fyrirmyndir til áhrifavalda á samfélagsmiðlum sem markaðsetja skoðanir sínar
gegn greiðslu eða með óbeinum skilaboðum sem unglingar eiga erfitt með að skilja. Mikilvægt
er fyrir foreldra að vera vakandi fyrir þessari þróun og ræða við börn og ungmenni um kyn og
kynhlutverk. Margt ungt fólk á í erfiðleikum með að skilgreina sig í
nútímanum og við það viljum við fræða þau og ykkur um.

Nemendur 9. og 10.bekkjar fá fræðslu 11:00 um morguninn í skólanum sem heitir
Leikreglur kynjakerfisins.