Danskur gestakennari í Húnaskóla

Kæru foreldrar

Í september (og í eina viku í desember) verð ég í Húnaskóla sem gestakennari í dönsku í
elstu bekkjunum. Af því tilefni langar mig að kynna mig stuttlega.
Ég heiti Grete og kem frá Danmörku, þar sem ég hef starfað sem kennari í mörg ár. Í vetur
dvel ég á Íslandi sem gestakennari í verkefni sem er samstarf milli
menntamálaráðuneytanna á Íslandi og í Danmörku. Markmiðið er að efla dönskukennslu,
sérstaklega munnlega færni.
Ég á fjögur uppkomin börn og bý í lítilli borg á Sjálandi sem heitir Vordingborg.
Þið hafið kannski séð mig í sundlauginni að morgni – mér finnst nefnilega mjög gaman að
synda.
Ég er líka að reyna að læra íslensku, en hef aðeins verið hér í tvær vikur, svo ég er enn að
læra!
Takk kærlega fyrir hlýjar móttökur. Ég hlakka til samstarfsins og þess að kynnast ykkur og
nemendunum betur.
Bestu kveðjur,
Grete