Barráttumál og myndun flokka fyrir þingkosningar. 5.-6.bekkur

Barráttumál og myndun flokka fyrir þingkosningar 

 

Nemendur í 5. og 6. bekk fengu í byrjun síðustu viku það verkefni að stofna stjórnmálaflokk, búa til ,,logo” og slagorð fyrir flokkinn. Þeir áttu einnig að velja sér listabókstaf. Flokkarnir unnu svo að sinni stefnuskrá, gerðu glærukynningu upp úr stefnuskránni og kynntu flokkinn fyrir  samnemendum, kennurum og stjórnendum skólans. Eins og í alvöru kosningum voru að sjálfsögðu kosningar í lokinn. 

 

Markmiðið með verkefninu var að nemendur fengu að kynnast ferlum og hugmyndum í kringum stjórnmál, þingkosningar og flokksstjórn á gagnrýninn, skemmtilegan og uppbyggilegan hátt. Nemendur æfðust í að vinna saman, móta stefnumál í sameiningu og kynna eigin flokksframboð.

 

Verkefnið tókst mjög vel og var mjög skemmtilegt og fróðlegt að sjá vinnuna hjá krökkunum. Fram komu margar mjög góðar hugmyndir sem þau rökstuddu eftir bestu getu.

 

Við kynntum fyrir þeim reglur í kringum kjörseðla áður en gengið var til kosninga. Mikil spenna myndaðist þegar við töldum upp úr ,,kjörkassanum” og fagnaðarlæti meðal sigurvegara þegar úrslit lágu fyrir.

Alls kusu 40 manns og var það Æfingaflokkurinn með bókstafinn G sem sigraði. Í verðlaun fékk Æfingaflokkurinn að skipuleggja ,,kósý” dag fyrir allan hópinn okkar á morgun, föstudag.

 

Dúddilíus
Dúddilíus

 

Æfingaflokkurinn
Æfingaflokkurinn

 

Vilta norðvestrið
Vilta norðvestrið

 

Geiturnar
Geiturnar

 

Landsflokkurinn
Landsflokkurinn

 

Bláar púmur
Bláar púmur