Vettvangsferð í Blöndustöð

Í blíðskapar veðri þann ellefta mars fóru nemendur níunda og tíunda bekkjar ásamt náttúrufræði kennurum sínu í vettvangsferð upp í Blöndustöð. Markmið ferðarinnar var að tengja námsefni um rafmagn og segulmagn, sem nemendur hafa verið að vinna í, við nánasta umhverfi og gefa þeim kost á að sjá með eigin augum hvernig rafmagn er framleitt.

Í Blöndustöð fengum við vel skipulagða og greinagóða leiðsögn en fjórir starfsmenn Blöndustöðvar tóku á móti hópnum fylgdu honum um svæðið og kynntu fyrir þeim starfsemina. Skoðuðum við stöðvarhúsið, stjórnhúsið og starfsmannahúsið en þar var okkur boðið upp á drykki og nýbakaða skúffuköku sem kokkurinn og starfsmenn í eldhúsi reiddu fram.

Ómetanlegt er fyrir skólasamfélagið hvað fyrirtæki í héraðinu eru tilbúin til að fá nemendur í heimsókn og gefa þannig kennurum kost á því að tengja námsefni við atvinnulífið.